Kristnir fangelsaðir og hafðir í kínverskum heilaþvottarbúðum þar til þeir afneita trúnni

Kristin kyrkja í Pingdingshan í Henan héraði. Kommúnistar fangelsa kristna vegna trúarinnar og þvinga þá til að afneita trúnni.

Samkvæmt heimildum Radio Free Asia, taka kínverskir kommúnistar kristna til fanga og setja í „endurhæfingarbúðir” til þess að fá þá til að afneita trú sinni. Safnaðarmeðlimur kristinnar kirkju í suðvesturhluta Sichuan héraðs, sem kom fram undir dulnefninu Li Yuese, var í 10 mánaða fangelsi í slíkum búðum eftir að kommúnistar og leynilögreglan gerðu árás á kirkju hans árið 2018.

„Þeir opnuðu færanlegar búðir mannaðar starfsmönnum frá mismunandi ríkisstofnunum með eigin stjórnarnefnd kommúnistaflokksins og þeir beindu aðgerðunum nær eingöngu gegn kristnum safnaðarmeðlimum” sagði Li.

Litið á trúarbrögð sem leið „erlendra óvina til að gera árás á Kína”

Kínverski kommúnistaflokkurinn aðhyllist trúleysi og og heldur vakandi auga á hvers kyns trúariðkun í Kína. Stöðugt er ráðist á ópinberar „heimiliskirkjur” sem fylgja ekki „þjóðræknisstefnu” flokksins. Undir leiðsögn Xi Jinping telur Kommúnistaflokkurinn kristni vera hættulega leið til undirbúnings fyrir „innrás vestrænna óvinveittra herja” gegn Kína. Li var haldið í gluggalausu herbergi í tíu mánuði og var laminn, niðurlægður og „andlega pyntaður” þar til hann hóf sjálfsmorðstilraunir. Þeir sem neita að viðurkenna „mistök” sín er haldið í einangrun í lengri tíma. Óeinkennisklæddir opinberir starfsmenn pynda fangana og lögreglan lætur það óátalið.

„Ef þú skrifar ekki undir tilbúna yfirlýsingu er litið á þú hafir vond sjónarmið og haldið verður áfram að berja þig.“

Pyndingarbúðir fyrir kristna og meðlimi Falun Gong víðs vegar í Kína

Li sagði, að flestir samfangar hans voru fólk sem lögreglan handtók en „lét laust” gegn tryggingu vegna þess að fólkið hafði ekki brotið nein lög. Í staðinn var fólkið flutt til heilaþvottar í fangabúðum til að afneita trúnni. „Þú sérð aldrei sólina og missir allt tímaskyn. Eftur viku í heilaþvottarbúðunum verður dauðinn betri valkostur” segir Li.

Annar kristinn maður sagði, að svipaðar heilaþvottabúðir fyrir kristna séu víðsvegar um Kína. Lögfræðingur að nafni Zhang frá Hebei-héraði í norðurhluta landsins sagðist hafa verið fulltrúi fjölda fyrrverandi kaþólskra fanga: „Ég fór til Baoding og sá heilaþvottabúðir fyrir kaþólska sem voru svipaðir þeim sem notaðir voru fyrir meðlimi Falun Gong. Eftir að biskupar og prestar voru handteknir, – þá hurfu þeir bara – stundum í fimm, sex eða jafnvel 10 ár í röð.“

Talið er að í Kína séu 77 milljónir kristinna sem skiptast í 69 milljónir mótmælenda og 9 milljónir kaþólikka.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila