KSÍ afhenti nafnalista landsliðsmanna til Stígamóta og spurðu hvort þau hefðu heyrt ofbeldissögur um þá

Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta

KSÍ afhenti Stígamótum naflalista yfir liðsmenn Íslenska landsliðsins og óskuðu eftir því að fá upplýsingar um hvort Stígamót hefðu heyrt einhverjar ofbeldissögur af þeim. Þetta staðfesti Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir talskona stígamóta í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Steinunn segir að mál hafi æxlast þannig að hún og vinkona hennar sem hafði verið að vekja athygli KSÍ á þessum málum hafi farið á fund KSÍ. Á fundinum hittu þær vinkonurnar stjórnarfólk KSÍ þegar nýbúið var að tilkynna um landsliðshópinn og að þar hafði þeim verið tjáð að tveir einstaklingar væru hættir í hópnum vegna sagna um meint ofbeldi, annar hafi yfirgefið hann sjálfviljugur en hinn hafði verið tekinn úr hópnum.

þeir réttu okkur listann og spurðu okkur um hvort við vissum um einhverja fleiri, hvort við hefðum fengið sögur um að einhverjir á þessum lista hafi beitt ofbeldi, við litum á listann og sáum engann þar sem við höfðum heyrt sögur um” segir Steinunn.

Greiðslur til Stígamóta sagðar hluti af réttlættissamkomulagi

Eins og kunnugt er hafa Stígamót haft fjárhagslegan ávinning af KSÍ málinu vegna samkomulags sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Kolbeinn Sigþórsson gerðu greiddi Kolbeinn Stígamótum þrjár milljónir króna til samtakanna. Aðspurð segir Steinunn að greiðslan hafi verið hluti af réttlætissamkomulagi þeirra á milli.

ég held að hugmyndin með því hafi verið að undirstrika hversu alvarlegt þetta var” segir Steinnunn en rétt er að taka fram að Kolbeinn Sigþórsson segir að hann hafi einungis hegðað sér ósæmilega en ekki beitt ofbeldi og í læknaskýrslum kemur fram að ekki sé um neina sjáanlega áverka að ræða.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila