Heimsmálin: Donald Trump hefur ekki gefið neitt skotleyfi á Kúrda

Donald Trump forseti Bandaríkjanna

Donald Trump forseti Bandaríkjanna ætlar ekki að láta draga sig inn í deilur tyrkja og kúrda meira en brýn þörf krefur en hann er ekki með því að gefa veiðileyfi á kúrda. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Heimsmálin. fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson við Guðmund Franklín Jónsson, Hauk Hauksson og Gústaf Skúlason.

Guðmundur segir of mikið gert úr þeim aðgerðum Bandaríkjamanna að flytja á brott hermenn

þetta eru ekki nema fimmtíu hermenn sem fóru af svæðinu en þarna eru þeir með um þúsund manna herlið svo það er alls ekki verið að gefa neitt skotleyfi á kúrda, heldur þvert á móti þó það hafi verið í fréttum um alla heimspressu“.

Haukur segir að með útspili tyrkja sé kominn upp sérstök staða

þetta er ekki klókur leikur því Erdogan er með þessu að ýta kúrdum í lið með rússum og Assad“,segir Haukur.

Hlusta má á ítarlegri greiningu af atburðunum í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila