Kveikt í 70 skólum síðustu 18 mánuðina í Lundi – tólfti skólabruninn á stuttum tíma fyrir helgi

Palettskólinn brennur í síðustu viku og er tófti skólinn sem verður alelda á skömmum tíma í Lundi, Svíþjóð

TV4 segir frá því að fleiri en 70 skólabrunar hafa átt sér stað í háskólabænum Lundi í Svíþjóð síðustu átján mánuðina. Núna láta yfirvöld í Lundi koma fyrir hitamyndavélum við skóla til að reyna að fanga brennuvargana á mynd. Í síðustu viku brann Palettskólinn og eru árásir brennuvarga orðnar svo yfirþyrmandi að borgaryfirvöld hafa beðið um auka lögregluhjálp frá aðgerðinni Hrímfrost. Síðan í mars hefur verið kveikt í 12 skólum og sé farið 18 mánuði aftur í tímann hefur verið kveikt í 71 skólum í borginni. 

Kortið sýnir skólaíkveikjur í Lundi síðustu mánuðina

Ewa-Gun Westford hjá lögreglunni segir við TV4 að „allt bendi til þess að samband sé á milli brunanna. Við munum kíkja á það sem er svipað og ólíkt í brununum.”  Við sænska sjónvarpið sagði Westford að „Það er ekki bara kveikt í skólum. Við höfum haft 25 íkveikjur í bænum í seinni tíð. Það er bagalegt að þetta lendir á skólunum og hefur áhrif á börnin, foreldrana og starfsfólkið.”

Komið hefur verið fyrir fjölda hitamyndavéla sem hringja sjálfkrafa í öryggiseftirlit ef hitinn hækkar umfram það sem eðlilegt er. Oft hafa örygissverðir á vaktgöngu uppgötvað skólaelda.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila