Kvótakerfið þrífst í spillingunni

Sigurjón Þórðarson fyrrverandi þingmaður

Kvótakerfið myndi ekki geta þrifist ef ekki væri spilling hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurjóns Þórðarsonar fyrrverandi þingmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Sigurjón segir að almenningur sé að átta sig á hvernig kvótakerfið tengist spillingunni sterkum böndum

menn eru að átta sig á þessu, til dæmis bara hvernig verðið á veiðiheimild á til dæmis þorski, segjum að það sé 3000 krónur kílóið og ef það fæst með málamyndaverðinu sem ríkið býr til, 230 krónur fyrir þetta kíló þá er bara mj0g gott að hafa 20% framlegð sem er þá 50 krónur, en þessi 50 kall getur aldrei staðið undir þessari fárfestingu upp á 3000 krónur, það sér hver maður, og ef við skoðum hvers vegna menn sjá hag sinn í að borga þessar 300 krónur þá sjáum við að þeir eru að borga sig inn í lægri hafnargjöld, fyrir að koma fé í skattaskjól og að borga sjómönnum lægri laun, það þarf að vinda ofan af þessu kerfi„,segir Sigurjón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila