Ósammála um hvort kvótakerfið hafi skilað framförum í sjávarútvegi

Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri og fyrrverandi þingmaður og Viðar Guðjohnsen athafnamaður

Viðar Guðjohnsen athafnamaður og Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri og fyrrverandi þingmaður eru langt frá því sammála þegar kemur að sjávarútvegsmálunum og tókust þeir félagar á um sjávarútvegsmálin í síðdegisútvarpinu í dag þar sem þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar.

Meðal þess sem þeir Magnús og Viðar tókust á um var hvort kvótakerfið hefði stuðlað að þróun í sjávarútvegi. Magnús sagði að með kvótakerfinu hefði orðið ákveðin stöðnun, til að mynda væri kvótinn nú á fárra höndum og afrakstur af nýtingu sjávarútvegsauðlindinni dreifist á færri staði

áður en kvótakerfið kom til var hér víða um land mikil uppbygging í innviðum samfélagsins og útgerðir stóðu víða úti um land og stóðu undir mikilli verðmætasköpun, svo eftir að kerfinu var komið á kom til svokölluð hagræðing sem hefur kostað samfélagið mjög mikið, við höfum misst störf og þar af leiðandi mannlíf í mörgum plássum úti á landi“segir Magnús.

Þessu er Viðar alls ekki sammála

það kom á þessum tíma mjög lélegur fiskur í land, í dag er staðan allt önnur, þeir fara með ferskan fisk á markað í Evrópu meira segja, þeir eru komnir með betri tækni til að kæla hann niður, sölukerfin eru orðin betri og það verð sem fæst fyrir fiskinn hefur margfaldast“,segir Viðar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila