Kynþáttakröfur settar sem skilyrði til að koma til greina til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndina

Sky News greinir frá því að til þess að geta unnið eftirsóknarverðugustu verðlaun kvikmyndaheimsins frá og með 2024 verður að uppfylla „margbreytileikakröfur” eins og að hafa með leikara af öðrum kynstofnum en þeim hvíta, samkynhneigða, konur og minnihlutahópa með í kvikmyndinni.

Fjórar mismunandi slíkar kröfur eru gerðar og kvikmyndin verður að uppfylla a.m.k. tvær þeirra til að geta fengið Óskarinn sem besta kvikmynd.

Fyrsta krafan er um leikara og þar verður aðalhlutverkið eða mikilvægt minna hlutverk að vera leikið af einhverjum af „vankynntum kynþætti í minnihluta.” Önnur leið til að uppfylla kröfuna er að 30% af minni hlutverkum séu leikin af konum, kynþáttaminnihlutahópum, hbtq-persónum eða hreyfihömluðum. Aftonbladet segir að hægt sé líka að fá punkta fyrir að hafa kvikmyndahandrit sem lætur söguþráðinn fjalla um slíkar persónur.

David Rubin og Dawn Hudson hjá bandarísku kvikmyndaakademíunni segja að „þeir telja að kröfurnar muni verða hvetjandi fyrir langtíma og mikilvæga breytingu í kvikmyndaiðnaðinum.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila