Röng mynd dregin upp af almennu viðmóti í garð þeldökkra

Páll Vilhjálmsson bloggari, kennari og blaðamaður

Þegar látið er að því liggja að verið sé sí og æ að níðast á þeldökku fólki í Bandaríkjunum er sú mynd ekki rétt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar kennara, bloggara og blaðamanns í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Páll segir að með því að draga upp þá mynd að verið sé í sífellu að ráðast að hörundsdökku fólki sé í raun verið að gera lítið úr þeim sem börðust fyrir réttindum blökkumanna

það er verið að búa til þessa hugsun um að það sé kerfisbundið verið að níðast á þeldökka minnihlutanum, og ég hef verið að fylgjast með umræðum hjá þeldökkum umræðustjórum í útvarpi og sjónvarpi sem ofbýður þetta, þetta eru menn sem að muna hvernig þeldökkir fengu ekki að nota sæti í strætisvögnum, notað sömu bókasöfnin eða skemmtigarða líkt og hvítir, þar var um kerfisbundið misrétti að ræða, lögregluofbeldið sem við horfum upp á núna er alls ekki gott en það er ekki hægt að líkja því saman það sem var raunverulegt kerfisbundið misrétti„,segir Páll.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila