,,Læknar vildu ekki gefa mér seinni sprautuna – féll í yfirlið og upplifði mikla köfnunartilfinningu”

Árný segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verið bólusett

Árný Ósk er 42 ára sjúkraliði frá Akureyri. Hún var bólusett með Pfizer 17. maí í íþróttahöllinni á Húsavík þar sem hún er búsett.

Hér er hennar frásögn:

„Um það bil 20 sekúndum eftir að ég fékk sprautuna fann ég að mér var farið að líða illa og fékk mikla yfirliðstilfinningu. Þá kom sjúkraflutningamaður og ég færði mig yfir á sjúkrabörur og þar slokknaði á mér í um 15 – 25 sekúndur. Þegar ég rankaði við mér í „litla salnum” var ég með mjög öran hjartslátt og köfnunartilfinningu, eins og einhver sæti ofan á bringunni á mér. Ég lá með hátt undir fótum í um 30 mínútur og var þá sótt en þeir sáu ekki ástæðu til að fara með mig upp á sjúkrahús. Fór síðan til vinar míns því ég treysti mér ekki til að vera ein heima með þessa yfirliðstilfinningu.”

„Ég var komin heim klukkan tíu um kvöldið (fór í sprautuna 16:30) og fór þá að sofa en vaknaði um miðnætti með óþægilegan hjartslátt og köfnunartilfinningu og svitnaði alveg gífurlega. Daginn eftir var ég frekar slöpp og tveimur dögum síðar fékk ég útbrot á fæturna, það mikið að ég gat ekki verið í buxum, húðin sprakk þar sem útbrotin voru mest. Ég var orðin nokkuð góð fjórum dögum eftir sprautuna og talaði við lækni sem sagði að  þetta hefðu verið ofnæmisviðbrögð við sprautunni og var að hugsa um að leggja mig inn fyrir síðari sprautuna, ef ég skyldi bregðast eins við henni. En síðan treystu þeir sér ekki til gefa mér aðra sprautu, þannig að ég er bara hálf-bólusett. Í dag upplifi ég enn pirring/verk á þeim stöðum sem ég fékk útbrotin sem eru á gömlu brunasári á lærinu. Eins svitna ég nú mikið á nóttunni og sérstaklega á fótunum sem ég hef aldrei gert áður.”

Töluvert hefur verið um yfirlið í kringum þessar bólusetningar og hafa læknar og hjúkrunarfólk tjáð sig um það í fjölmiðlum og sagt að það væri frekar algengt þegar um inngrip væri að ræða og að yngra fólkið félli frekar í yfirlið. 

„Það hefur aldrei liðið yfir mig áður” sagði Árný „ég var ekkert stressuð og er alls ekki hrædd við nálar og fann ekkert fyrir stungunni.”

Ég spurði Árnýju hvort hún hefði tilkynnt aukaverkanirnar til Lyfjastofnunar.

„Nei, ég hélt að læknirinn hefði gert það en frétti síðan að það væri ekki svo, ég ætla því að gera það sjálf við fyrsta tækifæri.”

Samkvæmt þessari grein í Læknablaðinu ber heilbrigðisstarfsfólki skylda tiil að tilkynna aukaverkanir nýrra lyfja. Hvað skyldi vanta margar tilkynningar í gagnagrunn Lyfjastofnunar fyrst að sjúkraliði taldi að heilbrigðisstarfsfólkið myndi sinna því? Árný sagði að þegar hún hafi verið að vinna á sjúkradeild tíðkaðist það að starfsfólk sendi inn upplýsingar sem þessar.

Smelltu hér til þess að skoða blogg Þórdísar

Athugasemdir

athugasemdir

Deila