Læknirinn sem uppgötvaði omikron: „Enginn hefur þurft að fara á sjúkrahús enn þá“

Dr Angelique Coetzee læknir sem uppgötvaði nýja afbrigðið omnikron segir enga ástæðu til að vera með paník. Kynnt er undir mikla hræðslu varðandi nýja afbrigði kórónuveirunnar, lönd loka landamærum, flug er stöðvað frá Suður-Afríku, fólk flýr einangurn og ótti grípur um sig að bóluefnin muni ekki duga. (Sksk YouTube).

Dr Angelique Coetzee, suður-afríski læknirinn sem fyrst sá nýja Covid afbrigðið Omicron, var í viðtali hjá BBC um helgina.

Dr. Coetzee segir, að sjúklingarnir sem hafa smitast hingað til, hafi verið með „mjög væg einkenni“ – og það þurfi lengri tíma áður en við vitum alvarleika sjúkdómsins fyrir viðkvæmt fólk. Segir hún viðbrögð með lokunum, hræðslu og flugbanni vera vanhugsaðar. Hún segir í viðtali við sænska sjónvarpið: „Hingað til hef hvorki ég né kollegar mínir þurft að senda einn einasta sjúkling á sjúkrahús.“

Smitið sem leiddi til uppgötvunar omikron fannst í fyrri viku, þegar ungur maður kom á læknastofu Coetzee í Pretoría og kvartaði undan þreytu og verkjum í líkama. Hann greindist jákvæður með covid-19 en þar sem útkoma prófsins var öðruvísi en áður hafði Coetzee samband við yfirvöld. Seinna kom í ljós að um var að ræða nýtt afbrigði, sem átti eftir að sjást miklu oftar næstu dagana.

Coetzee er formaður suðurafríska læknasambandsins. Hún segir að þreyta sé gegnumgangandi hjá þeim, sem hún og kollegarnir hafa tekið á móti með nýja afbrigðið. Samtímis hefur ekki orðið vart við önnur venjuleg covid einkenni eins og að lyktar- og bragðskyn minnki eða hverfi. Hún segir það samdóma álit að smit omikron valdi aðeins vægum einkennum, þar sem enginn sjúklingur þarf að fara á sjúkrahús.

„Það þýðir ekki, að við sjáum ekki mjög veika sjúklinga í náinni framtíð en þetta er sú mynd, sem við höfum í dag.“

Amders Sönnerborg prófessor í smitsjúkdómum við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi segir: „Þetta er greinilega reyndur læknir, sem hefur mögulega séð 20-30 yngri sjúklinga. Ég tel að sýna beri varkárni í að draga ályktanir. Við þurfum að vita miklu meira um afbrigðið áður en ráðist er í aðgerðir, ég tel að við höfum miklu betra yfirlit eftir tvær vikur.“

„Of snemmt að hringja viðvörunarbjöllunni“

WHO hefur klassað omikron sem sérstaklega mikilvægt afbrigði, þar sem bráðabirgðatölur benda til meiri hættu á að geta veikst aftur. Sérfræðingar óttast einnig, að núverandi bóluefni dugi kannski ekki fyrir omikron. Coetzee segir viðbrögð margra landa ekki í neinu samræmi við sjúkdómsmyndina: „Þetta er ekki gáfulegt. Það eru mörg afbrigði til af veirunni en mér finnst miðað við það sem við sjáum, að það ætti að doka við og sjá hvert málin þróast áður en farið er að loka landamærum. Ég er viss um að afbrigðið finnst þegar í öðrum löndum.“

Sjá nánar hér

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila