Eldri borgarar með takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi fá félagslegan viðbótarstuðning

Frumvarp sem Ásmundur Einar Daðason lagði fram á Alþingi og ætlað var að bæta fjárhagslega stöðu Eldri borgara sem hafa engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi hefur verið samþykkt á Alþingi.

Nýju lögin ná yfir þann hóp sem hefur náð 67 ára aldri og hafa fasta búsetu hérlendis og búa hér á landi varanlega. Gert er ráð fyrir í nýju lögunum að viðkomandi einstaklingar geti fengið allt að 90% ellilífeyris almannatrygginga uppfylli þeir skilyrði laga, yfir hópinn gilda þó jafnframt sömu reglur og um aðra ellilífeyrisþega þ,e að ef viðkomandi hefur tekjur komi til skerðingar á móti fari tekjur lífeyrisþegans yfir 25.000 króna frítekjumark. Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra segist afar ánægður með þennan áfanga því með þessu sé verið að koma til móts við þann hóp sem búi við verstu kjörin

Ég er virkilega ánægður með að þetta frumvarp sé nú orðið að lögum og við erum að stíga mikilvægt skref í því að bæta stöðu þess hóps eldri borgara sem býr við verstu kjörin og hefur lítil eða engin lífeyrisréttindi. Með þessum viðbótarstuðning komum við viðkvæmustu hópum eldri borgara í skjól og tryggjum þeim örugga framfærslu.” segir Ásmundur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila