Lágar dánartölur í Svíþjóð 2021 – Hvar er faraldurinn?

Grafið ofan er sótt til Hagstofu Svíþjóðar SCB og sýnir fjölda látinna á hverja þúsund íbúa síðan 1975. Getur þú fundið „faraldurinn“?

Ár 2021 dóu álíka margir í Svíþjóð eins og fyrir covid. Það sýna bráðabirgaðtölur sænsku Hagstofunnar. Jafnvel 2020 er ekki eins ógurlegt og búast hefði mátt við. Samkvæmt sænsku Hagstofunni hafa dánartölur í Svíþjóð verið stöðugar í 45 ár.

Ár 2021 setti sænska ríkisstjórnin inn hörðustu „aðgerðir“ gegn covid-19 fram að þeim tíma. Þjóðinni var skipt upp í „bólusetta“ og „óbólusetta“ og bólupassar voru settir í umferð, þótt þeir séu læknisfræðilega séð gagnslausir.

Samtímis voru dánartölur 2021 í það heila tekið eðlilegar.

Fjöldi látinna. 2020 líkist 1988 og 1993. Graf sænska Hagstofan.

2021 létust 91.541 í Svíþjóð, sem var 6.583 færri einstaklingar en árið 2020, en nokkur hundruð fleiri miðað við meðaltal síðustu fimm árin (2015-2019) sem er 90.962. Í júní í fyrra dóu 6,608 einstaklingar sem er lægsta dánartala á einum mánuði frá aldamótum.

Tomas Johansson hjá Hagstofunni segir í fréttatilkynningu, að „fjöldi látinna hefur ekki breyst mikið á milli ára síðustu 45 árin með fáum undantekningum.“ Hann segir að 2020 standi upp úr með „óvenjulega mikilli aukninu“ dánartilfella.

Samtímis dóu óvenjulega fáir ár 2019 má bæta við. Þegar litið er til baka á árin er erfitt að finna „faraldurinn.“ Hagstofan skrifar á heimasíðunni, að „fólksfjöldinn hafi aukist um 2 milljónir íbúa, sem þýðir að hlutfall látinna í hlutfalli við fólksfjöldann hefur minnkað mikinn hluta tímabilsins.“

Ár 2020 dóu 9,48 einstaklingar á hverja þúsund íbúa. Sé farið til 2012 var talan hærri: 9,66 á hverja þúsund íbúa.

Tomas Joahansson segir: „Ár 2021 lækka dánartölurnar enn frekar og lenda undir 9 látna miðað við hverja þúsund íbúa. Það verður hærra en 2019 en lægra ein 20218.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila