Lagningu gasleiðslunnar Nordstream 2 er lokið

Rússneski orkurisinn Gazprom tilkynnti nýlega, að vinnu við lagningu gasleiðslunnar Nord Stream 2, sem að hluta til liggur í landhelgi Svíþjóðar á Eystrarsalti, er lokið. Frá þessu greinir AFP.

Leiðslan, sem er yfir 1 200 km löng, mun tvöfalda afhendingargetu Rússlands til Þýskalands á gasi en aðallega Bandaríkin hafa gagnrýnt Þýskaland og ESB fyrir að gera sig háða orku frá Rússlandi. Hefur ríkt viðskiptastríð vegna leiðslunnar undanfarin misseri.

Vinnan við Nord Stream 2 var stöðvuð í fyrra og lá niðri um tímabil eftir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart þessu samstarfi Rússlands við Evrópuríkin. M.a. urðu mörg þýsk fyrirtæki fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna.

Þýska ríkisstjórnin varaði þá ríkisstjórn Bandaríkjanna við að skifta sér af orkumálum ESB og rússnesk fyrirtæki ákváðu þá að ljúka verkefninu.

Nord Stream 2 getur flutt 55 milljarða rúmmetra af gasi árlega og samtals geta Nord Stream og Nord Stream 2 flutt um 110 milljarða rúmmetra af gasi á hverju ári. Þýskaland er stærsti erlendi kaupandinn af gasi frá Rússlandi.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila