Ungverjar vara við nýrri öldu flóttafólks „alls staðar“ eftir landamærum Schengen –Tvöfalt fleiri hermenn við landamæragæslu.

Hungary Today skrifar að Szilárd Németh ráðuneytisstjóri varnarmálaráðuneytis Ungverjalands hafi tilkynnt á blaðamannafundi s.l. sunnudag að Ungverjar tvöfalda herstyrk sinn við landamærin til að spyrna gegn nýjum, auknum straumi flóttamanna til Evrópu.

Ungverjar hafa margoft lýst því yfir að þeir munu aldrei samþykkja fólksinnflutning ESB frá Afríku og Miðausturlöndum. Frá 2015 hafa bæði landamæralögreglan og hermenn gætt ungversku landamæranna og núna tvöfalda Ungverjar fjölda hermanna við landamærin. Ungverjar nota einnig þyrlur og dróna við landamæragæsluna.

„Við gerum þetta vegna aukins straums flóttamanna“ sagði Szilárd Németh.

Ungverjar vara við nýrru öldu innflytjenda sem núna skellur á „alls staðar“ eftir landamærum Schengens. Sérstaklega er mikið álag á rúmensku og serbísku landamærunum.

Hungary Today skrifar að ólöglegir fólksflutningar til Ungverjalands hafi verið 2,6 sinnum meiri 2019 en ár 2018 og var aukningin mest í lok ársins. Fyrstu fimm daga í ár 2020 handtók lögreglan 803 ólöglega innflytjendur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila