Victor Orbán: „Bannað að segja það í Evrópu að mannflutningarnir eru skipulögð innrás“

Forsætisráðherra Ungverjalands og Slóvakíu við suður landamæri Ungverjalands

Forsætisráðherra Ungverjalands heimsótti landamærin í suðri í fyrri viku og varaði við auknum fólksflutningum þegar veðrið hlýnar. Skoðuðu hann og forsætisráðherra Slóvakíu Peter Pellegrini girðingar á landamærunum. Í heimsókninni sagði Orban að innflutningur fólks til Evrópu væru „skipulögð innrás“ að sögn Hungary Today.


Landamæragæslan er full vinna sem erfitt væri að framkvæma án aðstoðar stuðningsmanna okkar“ sagði Victor.

Benti hann á að alþjóðapressan segði ekki satt og rétt frá því hverjir kæmu en „95% þeirra sem vilja komast yfir landamærin eru karlmenn á herskyldualdri.“

Það er bannað að segja það í Evrópu að þetta er skipulögð innrás.“


Margir freista þess að taka sig yfir landamærin og hafa yfir 5 þúsund reynt að taka sig á ólöglegan hátt inn í Ungverjaland. Skv. Victor Orban eru yfir 100 þúsund innflytjendur á leiðinni frá Balkanskaganum lengra inn í Evrópu. Orban undirstrikar að fólksflutningurinn er skipulagður af fjársterkum samtökum sem hegða sér eins og mannsmyglarar.

ESB svartlistar Ungverja fyrir að hafa reist girðingu við landamærin og fá þeir enga aðstoð gagnvart flóttamannastraumnum. Forsætisráðherra Slóvakíu sagði að landamæri Unverjalands hindruðu einnig innflytjendur frá því að ná til Slóvakíu og því væri samstarf landanna beggja mikilvægt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila