Ef uppskeran fer forgörðum skapast matvælaskortur í Evrópu

Bændur í mörgum löndum fá ekki starfsmenn til fyrstu uppskerunnar á næstu mánuðum vegna kórónuveirunnar. Hvaðanæva í Evrópu eru stórvirk bú háð innfluttu tímabundnu verkafólki sem vinnur að uppskeru grænmetis og ávaxta. Um 200 þúsund verkamanna vantar næstu þrjá mánuði í Frakklandi og þjóðleg samtök bænda FNSEA segja að alls séu um 800 þúsund verkamenn innfluttir allt árið vegna uppskeru sem aðallega koma frá mið og austur Evrópu, Túnis og Marókkó. Formaður samtakanna Christine Lambert segir 

”að vegna lokun Schengen og takmörkun ferða í Evrópu koma hvorki Pólverjar eða Rúmanir lengur en þeir koma venjulega á hverju ári. Ef yfirvöld hlýða ekki kalli okkar mun framleiðslan verða eftir á ökrunum og allur ávaxta- og grænmetismarkaðurinn mun eyðileggjast.”


Skv. DBV samtökum þýskra bænda koma venjulega um 300 þúsund verkafólks frá austur Evrópu árlega til vinnu við uppskeruna. Vegna aðgerða gegn veirunni verður ekki af ferðum verkafólksins til Þýskalands. Bann Schengen við ferðum til Schengen ríkja kemur einnig í veg fyrir að verkafólk frá öðrum ríkjum komi og vinni við landbúnaðarstörf í ESB og EES. 


Miðevrópsk ríki eins og Tékkland, Ungverjaland og Austurríki hafa öll lokað landamærunum og lokað fyrir ferðir frá austur Evrópu. París hefur ákallað innlenda verkamenn að koma bændum til aðstoðar og bjarga uppskerunni. Didier Guillaume landbúnaðarráðherra Frakklands sagði að ”skuggaher” sé í viðbragðsstöðu til að koma í veg fyrir matvælaskort. Í Bretlandi er þörf á 90 þúsund manns þar sem verkafólk sem venjulega kemur erlendis frá kemur ekki núna. Umhverfisráðherra Breta George Eustice segir 

”að væða þurfi breskt vinnuafl til að vinna í staðinn till þess að tryggja að ágætir ávextir okkar og grænmeti verði á diskum fólks yfir sumarmánuðina.”


Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila