Garðyrkjubændur vilja aðskilja starfsmenntanám frá Landbúnaðarháskólanum

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri

Sameining Garðyrkjuskóla ríkisins við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ekki skilað þeim árangri sem vænst var og því eðlilegt að fagið verði aðskilið frá Landbúnaðarháskólanum á ný.

Þetta kom fram á félagsfundi Sambands garðyrkjubænda sem haldinn var á dögunum. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur fram nokkuð hörð gagnrýni á tilraunir Landbúnaðarháskólans til þess að leggja skólahald niður á Reykjum og dreifingu námsins á hinar ýmsu deildir Landbúnaðarháskólans.

Í ályktuninni segir meðal annars

“ Samband garðyrkjubænda telur núverandi aðstæður óviðunandi og að brýn nauðsyn sé á að starfsmenntanám í garðyrkju á Íslandi verði fært undan LbhÍ, og verði framvegis sjálfstæð rekstrareining.  Það er eindreginn vilji þeirra sem starfa innan vébanda Sambands garðyrkjubænda að þegar í stað verði gengið til þeirra verka

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila