Mikilvægt að við mótum okkar eigin stefnu í landbúnaði

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir formaður Bændasamtakanna.

Það er gífurlega mikilvægt að íslendingar móti eigin stefnu í landbúnaðarmálum því hún varðar meðal annars mikilvægar auðlindir landsins og mannauð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Sigríðar Tryggvadóttur formanns Bændasamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðrún segir að hér sé í raun ekki heildræn stefna til staðar og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins sé ekki heppileg fyrir Ísland

okkar landbúnaður hér og svo í Evrópu er í raun mjög ólíkur og við eigum hér auðvitað einnig auðlindir, til dæmis orkuauðlindir, og mannauð, því það má heldur ekki gleyma því að mannauðurinn er auðlind, við erum líka að framleiða mun minna og við allt önnur skilyrði, ég tel að við eigum að setja okkar eigi eigin stefnu landsmönnum öllum til heilla, huga að matvælaörygginu því það skiptir okkur mjög miklu máli“,segir Guðrún.

Guðrún segir innflutning á hráu kjöti ógna matvælaörygginu og að menn þurfi að fara afar varlega í þeim efnum ” það þarf til dæmis að huga vel að eftirliti með innfluttu kjöti en það hefur ekki enn komið fram hvernig því verður háttað”

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila