Hollenskir bændur mótmæla „grænum fasisma“

Þúsundir bænda tóku þátt í mótmælunum

Þúsundir hollenskra bænda fóru á dráttarvélum sínum til Haag þriðjudagsmorgun og mótmæltu kúgandi umhverfisstefnu sem ríkisstjórn Hollands ætlar að leiða í lög. Einn ríkisstjórnarflokkanna D66 leggur til niðurskurð á bústofn bænda til að minnka kolvetni í andrúmsloftinu.

Samtök hollenskra bænda segja bændur þreytta á stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og aðgerðasinnum sem kenna bændum um kolvetnislosun og dýramisþyrmingar. 

Gríðarleg umferðarteppa myndaðist á þjóðvegum Hollands í mestu umferðinni í morgunsárið og mynduðust allt að 40 km langar biðraðir á hraðbraut A2 milli Utrecht og Haag skv. Dutch News NL ANWB sagði umferðateppuna þá verstu sem nokkru sinni hefði sést í Hollandi.

Bændurnir voru á leið til stórs garðs Malieveld í nágrenni þingsins þar sem þúsundir reiðir mótmælendur komu saman. Borgaryfirvöld í Haag leyfðu einungis 75 dráttarvélum að koma í bæinn og var öðrum sagt að leggja dráttarvélum sínu í umferðarstæðum í útjaðri borgarinnar. 

Carola Schouten landbúnaðarráðherra sagði í ræðu til bændanna á Malieveld að hún hlýddi á mál þeirra og lofaði því að kúa- og svínastofninn yrði ekki helmingaður á meðan hún væri landbúnaðarráðherra.

 Á síðu mótmælanna á Twitter segir að 89% Hollendinga styðja bændurna sjá  #NoFarmersNoFood.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila