Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari

Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms og hafnaði kröfu lögreglu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni lektor sem var látinn laus úr haldi um helgina.

Eins og kunnugt er rannsakar lögreglan meint brot Kristjáns gagnvart þremur konum en konurnar hafa lagt fram kæru gegn Kristjáni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að krafan hafi verið lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til þess að varna því að sakborningur héldi áfram brotum.

Þá segir að Kristján hafi verið upphaflega úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald á jóladag í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintri frelsisskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs- og fertugsaldri. Einnig segir í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins miði vel áfram.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila