Jón Þór: Forseti Íslands gerði mistök í Landsréttarmálinu með því að leita álits hjá ráðgjafa þeirra sem brutu lögin

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata

Forseti Íslands gerði stór mistök í Landsréttarmálinu með því að leita álits á framkvæmd við skipan dómara í Landsrétt hjá þeim sem bar ábyrgð að hluta á því að ólöglega var skipað í réttinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Þórs Ólafssonar þingmanns Pírata og formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Jón Þór segir að forseti hefði átt að kanna málið enn frekar til þess að koma í veg fyrir þau lögbrot sem framin voru með skipan dómaranna

mistök Guðna forseta voru þau að leita ekki álits annara utanaðkomandi og að rannsaka ekkert hvort ráðherra braut lög við skipunina, þess í stað lét hann nægja yfirlýsingu frá skrifstofustjóra Alþingis, aðila sem var helsti aðili og ráðgjafi þingforseta hvernig framkvæmdin átti að fara fram og hvernig formreglurnar væru, síðan kom í ljós að þetta stóðst bara alls ekkert lög, hann sem sé spyr þann aðila sem var þátttakandi í ferlinu um hvort verið væri að brjóta lög, aðila sem svarar þþví neitandi og forseti leggur svo blessun sína yfir það og skrifar undir skipun allra dómarana„,segir Jón.

Hlusta má á umfjöllun um Landréttarmálið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila