Landsréttarmálið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ákveðið að taka Landsréttarmálið svokallaða fyrir hjá dómstólnum. Þetta staðfesti Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Morgunblaðið sem fjallar um málið í vefúgáfu sinni í dag.

Eins og kunnugt er snýst málið um hvernig staðið var að skipan fjögurra dómara í Landsrétt en Vilhjálmur höfðaði mál fyrir hönd skjólstæðings síns þar sem einn dómaranna fjögurra dæmdi í máli skjólstæðings hans sem kærði niðurstöðuna til Mannréttindadómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið skipað á réttan hátt í stöðu dómaranna.

Í samtali við mbl segir vilhjálmur að niðurstaðan komi honum ekki á óvart „ Þessi ákvörðun hef­ur verið tek­in og hún er ekki rök­studd sér­stak­lega. Ég er ein­fald­lega upp­lýst­ur um það að ég verði á næst­unni upp­lýst­ur um fram­haldið. Það er bara staðan. Mér fannst alltaf lík­legra en hitt að það yrði fall­ist á þessa mál­skots­beiðni,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.



Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila