Le Pen: ESB er orðið „stríðsbrjálað“ – grænu bjánarnir að baki orkukreppunni

Hinar miklu refsiaðgerðir gegn Rússlandi, sem þvert á móti bitnuðu í reynd á Evrópu, voru „alþjóðleg mistök“ segir Marine Le Pen frá frönsku Þjóðfylkingunni. Það eru „bjánarnir“ sem unnu að því að knýja fram „grænu umskiptin“ sem bera ábyrgð á því, að Evrópa er háð Rússlandi með orku (mynd Jérémy-Günther-Heinz Jähnick/Wikimedia Commons GFDL-1.2)

Refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi og grænar fjárfestingar orsaka orkukreppuna í Evrópu

Á flokksþingi Þjóðfylkingarinnar s.l. sunnudag gagnrýndi Marine Le Pen ESB og ríkisstjórn Frakklands fyrir refsiaðgerðirnar gegn Rússum og einnig fyrir svokallaðar grænar fjárfestingar. Jafnframt benti hún á að ESB væri að verða „heimsvaldasinnað.“ Samkvæmt Tass sagði Le Pen:

„Frakkland hefur gert alþjóðleg mistök með því að taka þátt í óviðeigandi og vanhugsuðum refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Hættuleg stríðsstefna í Brussel mætir aukinni andspyrnu frá þeim öflum í aðildarríkjunum, sem setja þjóðarhagsmuni í forgang.“

„Þetta sést meðal annars í blágulum kosningasigri í Svíþjóð“ útskýrði Le Pen. Í frönsku þingkosningunum fyrr á þessu ári uppskar hennar eigin flokkur stærsta kosningasigur í 50 ár. Þjóðarfylkingin jók þingmannafjölda frá 8 upp í 89 þingsæti, sem er meira en tíföldun.

ESB hefur tapað glórunni í Úkraínustríðinu og hefur dregið aðildarríkin með sér í brjálsemi hugsunarlausra refsiaðgerða

Að sögn Marine Le Pen hefur ESB „misst vitið í Úkraínustríðinu“ og aðildarríkin drógust með í brjálsemi „hugsunarlausra refsiaðgerða.“ Hún telur, að Þýskaland beri ábyrgð á því, að ESB sé háð innflutningi á orku frá Rússlandi, samkvæmt Al Mayadeen. Landið hefur nefnilega verið „hávær talsmaður grænu umskiptanna“ og var helsti viðtakandi rússnesku Nord Stream gasleiðslunnar. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir í ágúst „veislunni væri lokið“ vegna orkuskorts og verðbólgu. Le Pen skrifaði á samfélagsmiðlum:

„Ef einhver ber ábyrgð á ósjálfstæði okkar gagnvart Rússlandi, þá eru það bjánarnir og þeir trúgjörnu, sem fjárfestu í vind- og sólarorku. Efnahagskreppan sem hefur dunið yfir Frakklandi er ekki upprunnin frá síðasta sumri. Hún stafar ekki af stríðinu í Úkraínu. Emmanuel Macron hefur falið sannleikann fyrir Frökkum og boðar núna niðurskurð.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila