Leggjum mikla áherslu á að fólk sé upplýst áður en það ákveður að láta bólusetja sig

Guðrún Bergmann og Sigurlaug Ragnarsdóttir

Það vantar mjög mikið upp á að fólk sé upplýst um að það sé að taka þátt í lyfjatilraun þegar það lætur bólusetja sig og við leggjum mikla áherslu á að fólk verði upplýst um það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðrúnar Bergmann rithöfundar og heilsufrömuðar og Sigurlaugar Ragnarsdóttur listfræðings og menningarmiðlara sem standa að samtökunum Mín leið, mitt val en þær voru gestir Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag.

Þær benda á að það sé þó ekki eina dæmið um upplýsingaskort og nefna sem dæmi að fólk fái meðal annars ekki að lesa fylgiseðla sem fylgi sumum bóluefnum og þá hvíli einnig leynd yfir þeim samningum sem gerðir voru við lyfjarisanna. Í samningunum komi meðal annars fram upplýsingar um að lyfin séu tilraunalyf og því ljóst að fólk sem láti sprauta sig með þeim sé að taka þátt í lyfjatilraun.

Þá kom fram í máli þeirra að fólk fái einnig misvísandi skilaboð frá þeim sem staðið hafa fremst í því að hvetja fólk til þess að fara í bólusetningu. Nefna þær dæmi um að því hafi verið haldið fram fyrst að fólk sem hafi fengið Covid mætti alls ekki fara í bólusetningu, en síðan hafi skilaboðin verið að fólk sem hafi fengið Covid ætti endilega að drífa sig í bólusetningu.

Hlusta má á viðtal og nánari greiningu þeirra Sigurlaugar og Guðrúnar í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila