LEGO verður „kynjahlutlaust“

LEGO hoppar á kynleysisvagninn og hættir að framleiða leikföng fyrir drengi og stúlkur. Í staðinn verða leikföng framtíðarinnar gerð fyrir „áhugasvið“ og „leikmynstur.“ (© Joe Shlabotnik CC 2.0)

LEGO ætlar að beita sér fyrir því, að hætt verði að beina kubbunum sérstaklega til drengja eða stúlkna. Kemur það fram í skýrslu, sem fyrirtækið lét gera en meirihluti aðspurðra barna telur að til séu leikföng annaðhvort fyrir drengi eða fyrir stúlkur. Meirihluti spurðra foreldra eða 59% segjast hvetja syni sína til að byggja með LEGO kubbum en aðeins 48% hvetja dæturnar. Fyrirtækið telur að þessi munur bendi til þess að hugsað sé í skorðuðum kynjahlutverkum.

Lena Dixen yfirmaður hjá LEGO-samsteypunni segir: „Við vonumst til að við getum verið með og skapað umræðu og beint augum á þá staðreynd, að leikur er enn merktur kynjunum. Rannsóknir sýna, að þegar stúlkur eru reiðubúnar til að taka þátt í alls kyns leikjum, þá er umheimurinn ekki reiðubúinn að mæta áhuga þeirra.“

Fyrirtækið mun í náinni framtíð skipta upp leikföngum sínum í „áhugasvið og leikmynstur.“

Kynjafræðingur vara við

Christian Groes, lektor við háskólann í Roskilde, sem rannsakar kynjafræði, er hissa á frumkvæði LEGOS: „Þetta er svolítið áhættuspil varðandi þá nýju vinda, sem blása og sundra fólki. Sumum mun finnast hér allt of langt gengið á sama tíma og mörgum mun finnast að þetta sé framsækið.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila