Leiðbeina fólki um viðbrögð til þess að draga úr hættu á heilsutjóni vegna eldgossins

Embætti sóttvarnalæknishefur sent frá sér tilkynningu vegna eldgossins í Meradölum en í tilkynningunni er meðal annars rætt um hvernig best sé að bregðast við til þess að draga úr líkum á heilsutjóni.

Í tilkynningunni kemur fram að í fyrra hafi verið gefinn út sérstakur bæklingur sem miðar að því að fræða fólk um þær hættu sem geti stafað af eldgosum og viðbrögð.

Farið er nokkuð ítarlega í bæklingnum varðandi innihald loftmengunar sem af gosum hljótast og þá er einnig sagt frá því hvaða óbeinu áhrif á heilsu bráð loftmengun vegna eldgosa geti haft. Bæklingur var unnin í sameiningu af ýmsum stofnunum og félagasamtökum en hann má lesa með því að smella hér.

Þá hefur Veðurstofan sett upp gasdreifingarspá en hana má nálgast með því að smella hér.

Rétt er að benda á að hyggist fólk að fara að gosinu í dag þurfi að hafa í huga að spáð er mikilli rigningu á svæðinu og þó nokkuð hlýtt sé í veðri þá geta þeir sem fari illa klæddir lent í vandræðum og alls ekki eigi að leggja af stað með illa búin börn. En eins og kunnugt er voru gosstöðvarnar lokaðar í gær vegna veður en staðan er endurmetin reglulega.

Deila