Leikskólar sem taka þátt í þróunarverkefni bjóða fleiri yngri börnum vist

Valdir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu taka þátt í tilraunaverkefni í þar sem ætlunin er að bjóða börnum allt niður í 12 mánaða aldur leikskólavist hafi þeir laus pláss eftir að hafa klárað að útvega eldri börnum sem sótt hafa um pláss.

Miðað er við að þeir leikskólar sem taka þátt í verkefninu starfræki að lágmarki eina ungbarnadeild. Þá er ætlast til að skólarnir leggi sig fram um að þróa starf sitt með svo ungum börnum með hliðsjón af nýjustu rannsóknum um velferð, nám og getu barna frá 12 mánaða aldri.

Fram kemur í tilkynningu að í fyrsta áfanga taki þrír leikskólar þátt í verkefninu; Dalskóli í Úlfarsárdal, Nes/Bakki í Staðahverfi, og Blásalir í Seláshverfi og er gert ráð fyrir að þeir geti tekið við um 70 börnum frá 12 mánaða aldri.

Þá segir að aldursröð barna skuli eftir sem áður ráða þegar kemur að inntöku í sérhvern leikskóla, þau elstu fyrst og að markmið þróunarverkefnis sé að fjölga börnum frá 12 mánaða aldri í leikskólum borgarinnar og mæta þörfum þeirra með námi og aðstöðu sem taki mið af þroska þeirra og aldri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila