Leikskólinn Furuborg fær regnbogavottun Reykjavíkurborgar – Leikskólinn orðinn hinsegin-vænn vinnustaður

Leikskólinn Furuborg hlaut á dögunum svokallaða Regnbogavottun Reykjavíkurborgar en í Regnbogavottun felst að allt starfsfólk hefur fengið fræðslu um hinseginleika, þannig að leikskólinn sé orðinn hinsegin-vænn vinnustaður.

Ingibjörg Brynjarsdóttir leikskólastjóri segir þau í leikskólanum hafa stolt tekið á móti Regnbogavottun Reykjavíkurborgar í apríl síðastliðnum. Það var svo þann 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks sem starfsfólk leikskólans valdi að flagga fánanum í fyrsta sinn.

Fram kemur í tilkynningu að Regnbogavottun Reykjavíkurborgar byggi á sambærilegum vottunarferlum hjá t.d. Human Rights CampaignStonewall UK og RFSL í Svíþjóð þar sem skilyrði eru sett um að stefnur fyrirtækja nefni hinsegin fólk og að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks sé tryggð. Til mark um regnbogavottun fá stofnanir og fyrirtæki viðurkenningu og regnbogafána. Hér að neðan má sjá mynd frá þeirri stund sem fánanum var flaggað í Furuborg.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila