Leknar heimildir: ESB vill nota gervigreind til að skanna skilaboð á milli einkaaðila

Samkvæmt skjalaleka í apríl ætlar framkvæmdastjórn ESB að gefa löggjafanum tækifæri til að hafa eftirlit með og skanna textaskilaboð og myndir allra ESB-borgara. Opinbera skýringin er að verið sé að „vinna gegn kynferðislegri misnotkun á börnum“ en ýmsir óttast engu að síður, að málið snúist um meira en það.

Fyrsta skrefið í átt að kínversku eftirlitsríki

Gert er ráð fyrir, að framkvæmdastjórn ESB setji fram nýtt lagafrumvarp opinberlega í maí, sem kallast „spjallstýring.“ Drögin munu gera stjórnvöldum kleift að nota gervigreind við eftirlit, fjöldahleranir og skönnun allra skilaboða og mynda beint á tölvum notenda.

Margar stofnanir eins og nefndin til að vernda blaðamenn (CPJ), þýska lögmannafélagið, Stafræn réttindi Evrópu (EDRi) og Electronic Frontier Foundation (EFF), hafa allar unnið að því að vekja athygli á þessari áhlaupalöggjöf ESB. M.a. hefur verið skrifað til Ursula von der Leyen, forseta ESB og framkvæmdastjórnarinnar, sem og annarra leiðtoga ESB.

EDRi bendir á fyrri löggjöf með svipað þema „sem gerði fyrirtækjum kleift að njósna um samskipti allra einstaklinga.“

ESB þingmaðurinn, Patrick Breyer, sem er fulltrúi þýska Pírataflokksins, lýsir lögum ESB sem „árás stóra bróðurs á farsíma okkar með afvegaleiddum uppsagnarvélum.“ Hann óttast að lögin séu „fyrsta skref í átt að kínversku eftirlitsríki.“

Breyer spyr:

„Verður næsta skref, að láta póstinn opna og skanna öll bréf? Að skoða til fullnustu öll bréfasamskipti brýtur gegn grundvallar mannréttindum og mun ekki vernda börnin.“

Deila