Leoncie heldur tónleika á Gauknum

Hin eina sanna Leoncie kemur fram á tónleikum föstudaginn næstkomandi, 24. júní á Gauknum. Leoncie á sér stóran aðdáendahóp bæði hérlendis og erlendis og er þekkt fyrir sína líflegu og skemmtilegu sviðsframkomu. Því er hér um einstakt tækifæri að ræða fyrir tónlistarunnendur en Leoncie sem á áratuga tónlistarferil að baki hefur ekki komið fram á tónleikum í nokkur ár og lofar hún frábærri skemmtun.

Húsið opnar kl 20:00 með upphitunaratriði KS-Flokksins og kemur Leoncie sjálf á svið kl 22:00.
Eins og landanum er kunnugt, er Leoncie fagmaður fram í fingurgóma og skemmtir af guðs náð!
Um er að ræða einstakan viðburð og er takmarkaður miðafjöldi. Hægt er að kaupa miða á Tix.is með því að smella hér.

Deila