Lestrarkennsla of einhæf og kennsluaðferðir gera ekki ráð fyrir frávikum

Valgerðar Snæland Jónsdóttir skólastjóri og sérkennslufulltrúi og lektor við Kennaraháskóla Íslands

Lestrarkennsla á Íslandi er alltof einhæf og virðist ekki gera ráð fyrir frávikum þegar kemur að nemendahópum. Þetta veldur meðal annars því að hluti nemenda verður út utan og geta þessar einhæfu lestrarkennsluaðferðir leitt til kvíða og annara kvilla og í daglegu tali er talað um þessa nemendur sem lesblinda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Valgerðar Snæland Jónsdóttur skólastjóra og sérkennslufulltrúa og lektors við Kennaraháskóla Íslands í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Valgerður segir að kerfið sem notast sé við í dag sé þess eðlis að nemendur séu með hljóðkerfisvitund sinni látnir tengja hljóð, hljómfall við stafi en það séu einfaldlega ekki allir nemendur sem hafi þessa hljóðkerfisvitund, heldur hugsi í myndhugsun, en samt sem áður sé keyrt á þessari aðferð og þá fyllast þeir nemendur sem ekki hafa hljóðkerfisvitund kvíða, það geti síðan leitt til frekari námserfiðleika.

Í þættinum fór Valgerður mjög ítarlega yfir þær kennsluaðferðir sem nýttar eru til lestrar og hver munurin sé á þeim og árangri þeirra. Valgerður ítrekaði að það sé ekki við kennara að sakast hvað varðar lestrarerfiðleika nemenda því vandinn sé kerfislægur, það sé einfaldlega verið að notast við kerfi sem ætlast er til að allir falli inn í og geti nýtt sér, sem sé mjög óraunhæft markmið.

Að mati Valgerðar þurfi að endurskoða kennsluaðferðirnar og hafa að markmiði að hafa ólíkar kennsluaðferðir í boði til þess að komast til móts við alla nemendur svo þeir geti náð árangri.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila