Leyfa á kannabis í Þýskalandi

Ekki er víst að Angela Merkel líti jafn hýrum augum á kannabis eins og hass og marijúana eins og núverandi ríkisstjórn Þýskalands sem tekur skrefið að lögleiða notkun vímuefnanna. (Mynd Armin Kubelbeck CC 3.0/Frank CC4.0)

Lögleitt kannabis eins og hass og marijúana verður mögulega selt af þýska ríkinu miðað við nýja lagatillögu ríkisstjórnar krata, frjálslyndra og grænna í Þýskalandi. Þessir flokkar hafa áður lýsti því yfir að sala á hassi og marijúana ætti að vera frjáls og leyfð og vinnuhópur ríkisstjórnarinnar hefur sett saman tillögu um hvernig slíkt getur farið fram. Á samkvæmt tillögunum að selja kannabis eins og áfengi og ætlar ríkið að stórgræða á viðskiptunum. Litið er á fyrsta skrefið sem tilraun og á að skilgreina reynsluna eftir 4 ár.

Rök vinnuhópsins minna á rökin í Kanada áður en eiturlyfin voru gerð frjáls og lögleidd þar árið 2018: „Vernda neytandann“ með því að hafa eftirlit með framleiðslu og gæðum eiturlyfjanna. Einnig er því haldið fram að ekki sé hægt að gera milljónir eiturlyfjaneytenda að glæpamönnum. Þá er lagt upp með, að svarti markaðurinn muni veikjast en ríkisbuddan verða þeim mun stinnari.

Með nýju lögunum gengur Þýskaland lengst innan ESB að leyfa slík eiturlyf. Holland var áður á toppnum með „kaffistofur“ þar sem hægt er að kaupa eiturlyfin, sem annars er bannað að selja í landinu. Uruquay og Kanada hafa lögleitt cannabis sem minnir á svipaða löggjöf og Þýskaland ætlar að innleiða.

Deila