Leyndin yfir bólefnasamningnum sérkennileg

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.

Sú leynd gagnvart almenningi sem hvílir yfir bólefnasamningum sem Ísland tók þátt í með Evrópusambandinu er afar sérkennileg og dæmi eru um að nefndarmenn í velferðarnefnd hafa þurft að fara krókaleiðir til þess eins að fá að sjá samninginn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðlokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Bergþór segir að það óþolandi að slík leynd liggi yfir gögnunum og það væri eðlilegt að þingmenn geti fengið að sjá samninginn segist hafa lagt á það þunga áherslu að samningarnir séu uppi á borðum.

Ber keim af Icesave málinu

Hann bendir á að þeir sem sitji í velferðarnefnd séu ekki sérfræðingar í viðskiptasamningum og enn síður enskum lagatexta. Hann segir þessa leyndarhyggju bera keim af Icesave samningum:

þegar mönnum ofbauð svo á endanum að einhver lítill ríkisstarfsmaður fór með samninginn í brúnu umslagi inn um bréfalúgu eins meðlims Indefence

Hann segir lítið mál að birta plaggið þó einhverjum finnist einhver atriði þess vera viðkvæm

það er ekkert mál að afmá viðkvæm viðskiptaleg gögn ef þannig stendur á, þannig að megin atriði þessa mikilvæga samnings séu þingmönnum ljós„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila