Almenningur ætti að fá að velja hvernig lífeyrissjóðum er ráðstafað

Guðbjörn Guðbjörnsson

Almenningur ætti að fá að hafa eitthvað um það að segja hvernig lífeyrissjóðum sé ráðstafað, enda sé fólki vel treystandi til þess. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn bendir að ítrekað séu fluttar fréttir af mjög misheppnuðum fjárfestingum lífeyrissjóða á ýmsum sviðum og að kominn sé tími til að almenningur fái að vera með í ráðum

það þarf enginn að segja mér að almenningur myndi fjárfesta á óskynsamari hátt en gert er í núverandi fyrirkomulagi, dæmin hafa sýnt að sú leið sem farin er núna er ekki sú skynsamlegasta“,segir Guðbjörn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila