Lífið varð að martröð þegar vindmyllurnar yfirtóku staðinn og náttúrufriðsældinni var breytt í „iðnaðarsvæði”

Vindmyllur eru alls engin „græn” lausn heldur skerða náttúrulíf bæði fyrir dýr, menn og gróður. Hávaðadynur fylgir, ljósablikk að næturlagi og titringur í jörðu valda skertum lífsgæðum þeirra sem búa nálægt s.k. vindmyllugörðum (mynd úr safni).

Margir Svíar á landsbyggðinni hafa fengist að kynnast því, hvað „græna vindorkan” þýðir fyrir líf þeirra. Einn íbúanna í Ulvtorp í sveitarfélaginu Falu lýsir því sem „tíu ár af sálarkvölum” frá því vindmyllurnar komu í bæinn. Aðrir bæjarbúar tala um „martröð.”

„Verra en ég reiknaði með”

Tíu ár eru liðin síðan eyðileggin náttúrusvæðisins hófst til að ryðja braut fyrir vindmyllugarðinn, sem nær alla leiðina til Ockelbo og inniheldur 66 vindmyllur 175 metra á hæð. Íbúarnir í Ulvtorp segja, að lífið sé eins og að búa á iðnaðarsvæði.

Þegar blaðið Dala-Demokraten heimsótti bæinn til að kanna vindmyllustemninguna hjá íbúunum voru ummæli þeirra mjög hörð. Þeir upplifa að vindorkufyrirmælendur hafi keyrt yfir þá og ekki verið hlustað á litla manninn. Nánast er ómögulegt að finna einhvern í þorpinu, sem líkar vel við vindmyllurnar. Einn íbúanna, Anders Olsson, segir: .„Ég var á móti því strax í upphafi, að reisa ætti vindmyllugarð en útkoman er miklu verri en ég óttaðist.“

Anders býr nærri hinum háværu mylluspöðum. Vindmyllurnar eru einnig búnar blikkandi merkiljósum og til að útiloka stöðugt blikkandi ljós varð hann að setja upp myrkvunargardínur.

Honum sem öðrum var sagt, að einungis væri kveikt á ljósunum, þegar flugvélar nálguðust. Raunveruleikinn er hins vegar sá að ljósin blikka allan sólarhringinn og næturhimininn lýstur upp með blikkandi ljósum sem einnig leita á heimilisglugga íbúa staðarins.

Hljóðeinangrun fyrir milljónir króna

Næstum allir í þorpinu hafa þurft að kaupa og setja hljóðeinangrandi glugga á hús sín til að geta sofið vegna hávaðans frá myllugarðinum. Smástyrk hefur verið úthlutað til íbúana til að verjast hávaðamenguninni en peningarnir duga skammt og þurfti Anders að borga yfir 100 þúsund sænskar mótsvarandi 1,5 milljónum íslenskra króna úr eigin vasa.

Margir bæjarbúar, sem Dala-Demokraten ræddi við, lýsa hljóðinu frá vindmyllunum sem „steinmulningshljóði“ og eru lætin verst í skýjuðu veðurfari og við lágþrýsting. Gnýrinn berst einnig um sem titringur í jörðunni og hrjáir það bæjarbúa.

Eyðilögð náttúruupplifun tekur á sálina

Aðrir segja að þeir hafi flutt til Ulvtorp til að komast nærri náttúrunni til að upplifa friðsældina og geta stundað veiðar. Núna hafa „hvæsandi” vindmyllurnar fælt dýrin í og enga veiðibráð að fá eins og áður. Börje Englin segir við Dala-Demokraten: „Ég flutti hingað vegna óskertrar náttúru og dýralífsins en núna finnst méri eins og ég eigi heima á iðnaðarsvæði.”

Hann segir að honum hafi liðið illa á sálinni yfir því að missa ekki aðeins nálægðina við náttúruna heldur hafi henni verið skipt út fyrir hvæsandi vindmyllur. Börje segir það vera verst á veturna, þegar hávaðinn er stundum næstum óbærilegur.

Samtímis er Börje í vafa um, hvort hann hefði frekar viljað sjá kjarnorkuver í nærumhverfinu. Hann minnist þess tíma, þegar geislavirkni blés inn frá kjarnorkuslysinu í Sovétríkjunum í Tsjernobyl og sem starfsmaður hjá Sandvik, þá var hann staðsettur í Kína, þegar kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan varð fyrir tíu árum síðan.

„Ég hefði frekar kosið kjarnorkuver“

Aðrir sem blaðið ræddi við eru ekki í neinum vafa með kjarnorkuna. Einn þeirra er sonur Börje, Tobias, sem er fæddur og uppalinn í Ulvtorp og hefur myndað eigin fjölskyldu og býr áfram á staðnumn: „Ég hef ekkert jákvætt að segja um vindmyllugarðinn. Ég hefði frekar kosið, að kjarnorkuver stæði þarna.”

Tobias lýsir muninum fyrir og eftir að vindorkuverið var reist, sem nótt og degi. Hávaðinn, titringurinn, eyðilegging jarðar bæði þar sem rutt var fyrir vindmyllunum og einnig skógi fargað fyrir breiða aðkomuvegi. Vinmylluirnar trufla Therese, eiginkona hans, er ekki jafn mikið en hún hefur aðeins búið í Ulvtorp eftir að vindmyllugarðurinn var reistur og segir að hún hafi engan samanburð.

Aðeins einn þorpsbúi jákvæður og það var yfir fjárhagsstyrknum

Blaðamaður Dala Demókrata finnur að lokum einn þorpsbúa, sem er ánægður með vindorkuverið. Hann heitir Karl-Gunnar Backlund. Það kemur samt fram, að það er ekki garðurinn sjálfur sem hann er ánægður með, heldur fjárframlögin, svokallaðir héraðspeningar sem yfirvöld staðarins buðu íbúunum. Hann segir, að hann búi svo langt frá vindorkuverinu að það trufli hann ekki jafn mikið og aðra íbúa. Hávaði vindmyllanna hefur raskað ró Bodil, eiginkonu Karl-Gunnars og er því öfugt farið miðað við Tobias og Therese.

Vindorkan getur ekki komið í staðinn fyrir kjarnorkuna

Tveimur árum eftir að jarðgröfurnar hófu gröftinn fyrir vindmyllugarðinum í Ulvtorp í nóvember 2011 féll 12 tonna þungur vindmylluspaði ofan á mannlausan bíl og eyðilagði hann. Ári síðar vígði Pehr G Gyllenhammar fv. forstjóri Volvo vindmyllugarðinn við hátíðlega athöfn. Myllugarðurinn var sá stærst um árabil í Svíþjóð en núna hefur nýlegri vindmyllugarður tekið við sem sá stærsti í Svíþjó og er sá við Piteå. Vindmyllur geta aðeins framleitt lítinn hluta þeirrar raforku sem Svíþóð þarfnast og leysa engan veginn þann raforkuskort, sem ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Umhverfisflokks hafa skapað með lokun vel virkra og hagkvæmra kjarnorkuvera.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila