Líklegt að gos sé að hefjast á Reykjanesi

Jarðskjálftamælar Veðurstofu Íslands sem staðsettir eru á skjálftasvæðinu á Reykjanesi hafa nú greint svokallaðan óróapúls við Litla hrút Suður af Keili. Í skeyti frá Veðurstofu segir að slíkur óróapúls sé algengur í aðdraganda eldgosa og því líklegt að gos sé að hefjast.

Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu vegna stöðunnar og eru að hefja ákveðnar aðgerðir samkvæmt verkferlum.

Samkvæmt upplýsingum Almannavarna er talið að gos muni hefjast innan nokkurra klukkustunda. Rétt er að taka fram að undanfarna daga hafa viðbragðsaðilar ítrekað að samkvæmt útreikningum muni gos á svæðinu ekki ógna byggð.

Kl.17:00 Vegum hefur verið lokað á Reykjanesi í öryggisskyni og er almenningur hvattur til þess að koma ekki á svæðið að tilefnislausu.

kl.15:49 Almannavarnir halda blaðamannafund kl.16:00 vegna mögulegt eldgoss á Reykjanesi. Hægt er að horfa á fundinn með því að smella hér.

Fréttin verður uppfærð þegar nýjar upplýsingar berast

Athugasemdir

athugasemdir

Deila