Lilja Alfreðsdóttir: Útilokaði Útvarp Sögu frá fjölmiðlastyrk

Lilja Alfreðsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra

Stjórnmálamenn moka í gríð og erg fjármunum í auðmenn og lífeyrissjóði í gegnum fjölmiðlastyrki þvert á við loforð Lilju Alfreðsdóttur Mennta og menningarmálaráðherra sem sagðist vilja styðja við bakið á litlu fjölmiðlunum. Þetta kom fram í spjallinu í símatímanum í morgun en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson um stöðuna á fjölmiðlamarkaðnum og markaðsumhverfi fjölmiðla.

Peningum mokað í auðmenn og lífeyrissjóði

Arnþrúður sagði meðal annars frá því að Útvarp Saga hafi ein ljósvakamiðla ekki fengið styrk en að þess í stað sé tugum milljóna mokað í fjölmiðla sem eru í eigu auðmanna og lífeyrissjóða. Arnþrúður sagði þetta gott dæmi um hvernig fólk gangi á bak orða sinna, tali tungum tveim, sitt með hvorri.

Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir að þegar stjórnmálamenn séu í stórum stíl að gefa loforð og ræða mál þá sé ekkert að marka það nema að mjög litlu leyti.

Lilja Alfreðsdóttir var búin að tala um það að hún ætlaði að leggja höfuðáherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki, það er að segja, litlu fjölmiðlanna. En þessu er alveg snúið við eftir að frumvarp hennar fór fyrir efnahags og viðskiptanefnd og niðurstaðan er sú að það eru bara stóru fjölmiðlarnir í raun sem fá styrkinn ” sagði Arnþrúður.

Hér að neðan má sjá lista yfir stærstu hluthafa Sýnar sem er stærsti einkarekni fjölmiðill landsins en þess má geta að Sýn fékk úthlutað rúmlega 81 milljón króna styrk frá íslenska ríkinu.

NAFNFJÖLDI HLUTAHLUTUR %
Gildi lífeyrissjóður36.735.65512,39%
Lífeyrissjóður verslunarmanna31.822.48510,73%
Kvika banki hf.27.414.3019,25%
Ursus ehf.27.147.1289,16%
Birta lífeyrissjóður20.998.8997,08%
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild18.600.0006,27%
Arion banki hf.17.256.2275,82%
Stapi lífeyrissjóður14.481.9854,89%
Landsbankinn hf.8.801.6362,97%
Festa lífeyrissjóður8.630.2402,91%
Frostaskjól ehf.7.485.8262,53%
Lífsverk lífeyrissjóður5.946.4062,01%
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild5.061.6001,71%
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.4.598.1991,55%
Stefnir – Innlend hlutabréf hs.4.020.0001,36%
ÍV Stokkur3.125.0001,05%
Almenni lífeyrissjóðurinn2.787.1740,94%
Stefnir – ÍS 52.680.0000,90%
S2 Ráðgjöf ehf.2.350.0000,79%
Íslandsbanki hf.1.756.1690,59%

Hlusta má á spjallið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila