Litháen fer fram á aðstoð NATO til að stöðva innflytjendur sem koma yfir landamærin við Hvíta-Rússland

Litháen hefur óskað eftir aðstoð Nato til að stöðva straum flóttamanna frá Miðausturlöndum yfir landamæri Hvíta Rússlands.(Myndin er af þingsal þingsins í Litháen.)

NATO sendir hernaðarráðgjafa til Litháen að ósk Litháen, sem vill stöðva straum innflytjenda frá Miðausturlöndum yfir landamærin frá Hvíta-Rúysslandi. Litháen bað um hernaðaraðstoð frá Counter Hybrid Support teymi Nato. Það er þó ekki ljóst, hvort innflytjendurnir verða sendir til síns heima eða ekki en um er að ræða innflytjendur frá þriðja heiminum.

Litháen segir, að stjórn Alexander Lúkashenkós í Hvíta Rússlandi noti fólksflutningana, sem herbragð og því beri að líta á þá sem stríðsaðgerð og ekki sem ólöglegan innflutning fólks.

Utanríkisráðherra Litháen Gabrielius Landsbergis segir í tilkynningu að: „Svo að það sé sagt hreint út, þá er Litháen ekki að sjá flóttamannavandamál hér heldur vel skipulagða, kaldrifjaða og samfellda hernaðaraðgerð Lukasjenkós í hefndarskyni gegn Litháen, vegna staðfasts stuðnings Litháens við íbúa Hvíta-Rússlands í baráttu þeirra fyrir efnahagslegri framtíð í eigin landi.”

Landamæri Litháen að Hvíta Rússlandi eru einnig ytri landamæri ESB en Lúkasjenkó hefur hótað ESB vegna viðskiptatakmarkana, að hann muni opna landamærin og hleypa inn fólki frá Miðausturlöndum. 1. ágúst höfðu milli 2 500 – 3 000 flóttamenn, flestir frá Miðausturlöndum, komið til Litháen sem eru 30 sinnum fleiri en í fyrra og 60 sinnum fleiri en ár 2019.

Nato herliðið verður ráðgefandi og aðstoðar m.a. Litháen til að undirbúa sig fyrir útvíkkun deilunnar, ef til hernaðarátaka kemur við Hvíta-Rússland.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila