Litið á Bandaríkin sem stærri ógn við lýðræði en Rússland eða Kína í nýrri heimskönnun

Lýðræðisbandalagið „The Alliance of Democracies“ birtir árlega yfirlit yfir upplifun fólks á lýðræði í svo kallaðri „Lýðræðisskynjunarvísitölu.“ Unnið er að könnuninni í samstarfi við Latana og var talað við 50 þúsund einstaklinga í 53 löndum á tímabilinu febrúar til apríl í ár. Trú á mikilvægi lýðræðis er mikil í þessum 53 löndum og litið á ójöfnuð og tæknirisana sem stærstu ógnina við lýðræðið. Sjá fréttatilkynningu hér.

Bandaríkin þurfa á brattann að sækja vegna dalandi ímyndar sem fyrirmynd lýðræðis í heiminum samkvæmt þessari skoðanakönnun. Út um allan heim eru Bandaríkin jafnvel talin meiri ógn við lýðræðið en Rússland og Kína.

Könnunin sýnir, að stuðningur við lýðræðið er áfram mikill, þótt íbúar lýðræðislanda séu óánægðari með hvernig ríkisstjórnir þeirra hafi meðhöndlað farsóttina heldur en íbúar minni lýðræðisríkja telja sínar ríkisstjórnir hafa gert. 81% spurðra treysta á lýðræðið og segja það mikilvægt. Litið er á ójöfnuð sem eina af stærstu ógnum við lýðræðið í heiminum og í Bandaríkjunum er vald netrisanna talið veruleg ógn við lýðræðið.

Mikil óánægja með viðbrögð ríkisstjórna við covid-19 í Evrópu

Vorið 2020 voru íbúarnir jafn ánægðir með heimsfaraldursviðbrögð ríkisstjórna sinna óháð löndum (70%), en ári seinna er vísitalan komin niður í 65% í ríkjum með minna lýðræði og í lýðræðislöndum er matið komið niður í 51%. Í Evrópu er talan 45%. Jákvæðustu einkunnir ná 76% í Asíu.

Það sem vekur einna mesta athygli er, að næstum helmingur eða 44% þeirra sem svöruðu töldu að lýðræðinu í löndum þeirra stæði ógn af Bandaríkjunum. Ótti við að Kína ógni lýðræðinu er 38% og óttinn við Rússa 28%.

Skynjun á áhrifum Bandaríkjanna sem ógn við lýðræðið hefur aukist verulega í heiminum frá +6 í +14. Þessi aukning er sérstaklega mikil í Þýskalandi (+20) og Kína (+16). Kína og Rússland eru mest neikvæð gagnvart Bandaríkjunum og löndin í Evrópu fylgja á eftir.

62% Bandaríkjamanna telja netrisana stærstu ógnina við lýðræðið

81% fólks um allan heim telur lýðræðið mikilvægt fyrir lönd þeirra. Aðeins rúmlega helmingurinn (53%) telur eigið land lýðræðislegt í dag – jafnvel í lýðræðisríkjum.

Stærsta einstaka ógnin við lýðræði er efnahagslegur ójöfnuður (64%). Tæplega helmingur (48%) segir netrisana ógna lýðræðinu í löndum þeirra. Mestar áhyggjur hafa Bandaríkjamenn (62%), en áhyggjur aukast í mörgum löndum samanborið við síðasta ár, sem endurspeglast í víðtækum stuðningi við herta löggjöf yfir samfélagsmiðlum.

71% Kínverja halda að þeir lifi í lýðræðisríki

Kjósendur í Noregi, Sviss og Svíþjóð eru öruggastir um að land þeirra sé lýðræðislegt en það eru einnig Kínverjar, því 71% þeirra telja að Kína sé lýðræðisríki. Í Rússlandi telja aðeins 33% landið vera lýðræðislegt.

Anders Fogh Rasmussen fv. yfirmaður Nató og forsætisráðherra Danmerkur er núna formaður Lýðræðisbandalagsins, hann sagði:

„Þessi könnun sýnir að lýðræði er enn lifandi í hjörtum og huga fólks. Við þurfum nú að koma út úr Covid-19 heimsfaraldrinum með því að skila meira lýðræði og frelsi til fólksins, sem vill sjá lönd sín verða lýðræðislegri.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila