Ljóð Ólafs vekja athygli

Ólafur F. Magnússon tónlistarmaður, ljóðskáld, læknir og fyrrverandi borgarstjóri

Ólafur F. Magnússon tónlistarmaður, ljóðskáld, læknir og fyrrverandi borgarstjóri sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir tónlist sína hefur enn og aftur fangað athygli landsmanna með útgáfu ljóðabókar sem ber heitið Ástkæra landið.

Ólafur sem var gestur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag ræddi þar um bók sína en í henni má finna meitlaða og afar fallega texta Ólafs í formi ljóða sem oftar en ekki hafa skírskotun til virðingar hans fyrir landi, náttúru og þjóðar.

Bókin hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu meðal ljóðaunnenda og segir Ólafur að hann sjálfur sé mjög sáttur við viðtökurnar sem bókin hefur fengið.

Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér að neðan en einnig má sjá þar fyrir neðan myndband við eitt af lögum Ólafs, lag sem ber einnig titil bókarinnar, Ástkæra landið.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila