Lofslagsstefna ESB „Fit for 55“ ógnar tilveru iðnaðarframleiðslu í Evrópu

Ursula van der Layen forseti ESB mælir fyrir loftslagsstefnu ESB á ESB-þinginu (Wiki commons/ EU CC 2.0)

ESB-þingmenn Svíþjóðardemókrata, Jessica Stegrud og Martin Kinnunen, sem einnig er formaður þinghóps Svíþjóðardemókrata í umhverfis- og landbúnaðarnefnd sænska þingsins, skrifa í grein í Sænska dagblaðið SVD, að tími sé kominn til að mótmæla áætlun framkvæmdastjórnar ESB í loftslagsmálum „Fit for 55.“ Auk óeðlilegs kostnaðar fyrir meðborgarana og djúpt skarð í fullveldi landanna, þá telja þau „Fit for 55″ vera „tilvistarlega ógn“ við evrópskan iðnað.

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú kynnt áætlun sína – s.k. „Fit for 55“ – með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sambandsins um 55% árið 2030 miðað við 1990“ segja Stegrud og Kinnunen í Sænska Dagblaðinu.

Höfundarnir benda á, að ESB hafi í heildina dregið úr losun um fjórðung síðan 1990 – meðal annars vegna þess, að framleiðslutæki landanna í austurhlutanum séu nútímalegri en áður. Segja þau nýju stefnuna keyra úr hófi fram með umfangsmikilli reglugerð varðandi losunarréttindi, rafvæðingu bílaflotans og að slíkt færi hugann að miðstýrðu efnahagskerfi með gríðarlegum kostnaði fyrir meðborgarana og óljósan árangur fyrir umhverfið.

Aukakostnaður upp á 3.000 milljarða evra – varlega reiknað

„Kostnaður og áhrif – í formi lækkaðs meðalhita á heimsvísu – er afar erfitt að mæla, en samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar er þetta viðbótarkostnaður upp á 350 milljarða árlega og brottfall hitaukningar, sem í raun er ekki hægt að mæla.“

Höfundarnir telja, að alls þurfi 3.000 milljarða evra fyrir árið 2030 til að ná settum markmiðum, sem að þeirra mati er að öllum líkindum vanreiknað. Til að fjármagna áætlunina þarf að taka ný lán, breyta mikilvægi verkefna og/eða hækka skatta.

„Á endanum eru það skattgreiðendur og neytendur í aðildarríkjunum, sem munu bera þessa byrði“ segja greinarhöfundarnir.

Andstæðingar kjarnorku höfundar lofstlagsstefnu ESB „Fit for 55″

Þau telja það einnig ámælisvert, að sömu stjórnmálamenn og lobbyistar sem aðhyllast þessa stefnu vinna samtímis gegn kjarnorku.

„Við tökum einnig eftir því, að kjarnorkan býður upp á áhrifaríkan jarðefnalausan valkost, sem vinstri stjórnmálamenn og stór hluti umhverfishreyfingarinnar hafna af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það er ómarktækt.“

Benda þau á, að bílaiðnaðurinn standi frammi fyrir víðtækum kröfum um minni losun á kílómetra og banni við bensín- og díselvélum ár 2035, sem krefst aukinnar uppbyggingar á rafmagnsframleiðslu.

Ógnar tilveru alls iðnaðar í Evrópu og gerir aðildarríkin háðari Kongó og Kína

„Þetta verður ótrúlega kostnaðarsamt forgangsverkefni, sem ríkari lönd geta mögulega ráðið við, sem þegar hafa hagstæða orkublöndu, en fyrir Evrópusambandið í heild er þetta varla raunhæft verkefni. Ennfremur þarf mikið magn af málmum til að framleiða m.a. rafhlöður, sem munu hækka verðlagið og gera okkur enn háðari löndum eins og Kongó og Kína en þar eru vinnuaðstæður vægast sagt ekki upp á það besta.“

Höfundarnir lýsa því yfir, að framkvæmd loftslagsstefnunnar í þessarri mynd ógnaði tilveru alls iðnaðar í Evrópu. Að auki er það vandkvæðum bundið, að skrifræði ESB höggvi djúp skörð í fullveldi aðildarríkjanna, þar sem róttæk umhverfismarkmið eru notuð sem ástæða.

„Allt stefnir í þá átt, að stofnanir Brussel hrifsi stöðugt til sín meiri völd og þær fara ekki einu sinni lengur dult með valdamarkmið sín.“ Segja greinarhöfundar tíma til kominn, að Evrópuþingið og sænsk stjórnvöld mótmæli þessum valdatilfærslum, að öðrum kosti munu meðborgararnir bæði í sveitum Svíþjóðar og Evrópu þurfa að greiða hátt verð fyrir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila