Loftslags-Gréta hvetur stuðningsmenn sína að vinna að sigri Joe Biden í forsetakosningunum

Margir minnast ræðu Gretu Thunberg hjá Sameinuðu þjóðunum með orðunum „How dare you?“

Sænski loftslagsaktívistinn Greta Thunberg 17 ára gömul tekur afstöðu og skiptir sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Í nýju tísti hvetur Thunberg stuðningsmenn sína að vinna fyrir frambjóðanda demókrata, Joe Biden. „Skipuleggið ykkur og fáið alla til að kjósa Biden“ tístir Gréta. Hún segist aldrei leggja sig í flokkapólitík en „gerir undantekningu“ í þessum forsetakosningum.

Grétu hefur aldrei verið hlýtt til Bandaríkjaforseta eins og kom fram á ráðstefnunni í Davos í janúar í ár en þá varaði Bandaríkjaforseti heiminn við „dómsdagsspámönnum“ loftslagsins. Mánuði áður gerði Donald Trump grín að tímaritinu Times fyrir að hafa valið Gretu Thunberg sem „persónu ársins.“

„Svo lélegt. Gréta verður að vinna með reiðisvanda sinn og fara síðan og sjá gamla klassíska bíómynd með vini sínum! Slappaðu af Gréta, slappaðu af“ tísti Donald Trump.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila