Loftslags-Gréta eftir úrslit sænsku kosninganna: „Berjumst gegn fasismanum“

Eftir að hægri blokkin með Svíþjóðardemókrötum unnu kosningarnar í Svíþjóð, þá skipar Loftslags-Gréta fólki að „hætta að gera hatur, hótanir, lygar og fasisma“ að sænskri venju.

Vinstri blokkin varar Svía við fasisma, kynþáttamisrétti og ójafnrétti

Blá-gula blokkin vann sænsku kosningarnar. Svíþjóðardemókratar stækkuðu um allt land. Magdalena Andersson forsætisráðherra sagði af sér og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, sagði einnig af sér sem formaður Miðflokksins skömmu síðar vegna taps Miðflokksins. Svíþjóðarvinir fagna og vinstraliðið grætur.

Eftir að úrslit kosninganna voru kunn, þá varaði rapparinn Jason „Timbuktu“ Diakité alla „svarta og brúna“ í Svíþjóð um að vera sérstaklega á varðbergi vegna útkomu kosninganna. Hann segir að „öfgaöfl“ hafi verið vakin til lífs í landinu.

Annie Lööf segist hætta í stjórnmálum vegna alls „haturs“ sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Hún sagði við TT eftir að hún sagði af sér sem leiðtogi Miðflokksins:

„Ég eins og margir aðrir stjórnmálamenn hafa þurft að búa við óþolandi andrúmsloft haturs og hótana.“

Sjúkt samfélag sem gerir gys að og hatar börn

Loftslagsdómdagsboðandinn Greta Thunberg kom með skipanir til sænsku þjóðarinnar:

„Að standa fyrir jafnrétti fólks er hvorki hatur né æsing. Að rísa gegn þeim, sem eru andsnúnir jafnrétti fólks er ekki hatur eða æsingur. Neitið að samþykkja það, sem er að gerast núna í Svíþjóð. Neitið að gera hatur, hótanir, lygar og fasisma. að sænskri venju.“

Gréta Thunberg skrifaði á kosningadaginn:

„Samfélag með stjórnmálaflokkum, sem markvisst gera gys að börnum og hata þau fyrir að vísa til rannsókna, er sjúkt samfélag. Andlýðræðislegir og pópulískir vindar blása kröftuglega. Við verðum að standa gegn því. Við unga fólkið veðjum til ykkar, stöndum réttum megin í sögunni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila