Símatíminn: Loftslagselítan ferðast um á einkaþotum

Þeir sem hæst hafa í loftslagsmálum eru ekki  samkvæmir sjálfum sér og ferðast um á einkaþotum sínum á ráðstefnur víða um heiminn. Þetta var meðal þess sem fram kom í símatímanum í morgun en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugssonar meðal annars um birtingamyndir hræsninnar í loftslagsmálunum.

Oft á tíðum telji elítan sem sé í forsvari baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, sig svo mikilvæga að hún ferðast um á einkaþotum. Dæmi  eru um að þáttakendur Arctic Circle ráðstefnunnar, sem haldin var í Hörpu í síðustu viku, hafi mætt  á einkaþotum til landsins.

Þar var augljóslega aðeins á færi elítunnar að taka þátt, enda kostaði aðgöngumiðinn 50.000 krónur, og skattgreiðendur þátttökulanda, þar á meðal Ísland látnir borga brúsann fyrir þá opinberu fulltrúa sem mættu .

Þá voru nefnd fleiri dæmi, svo sem ráðstefna sem fram fór í Davos þar sem ríkir glóbalistar mættu alls á 1500 einkaþotum í hópum en á ráðstefnunni var elítan að ráða ráðum sínum um hverjir ættu að fara með peningavaldið í heiminum. 

Grófar fréttafalsanir ABC

Þá var rætt um grófa fréttafölsun ABS fréttastöðvarinnar sem birti á dögunum myndbrot af því sem sagt var vera frá stríðsátökum í Sýrlandi en reyndist svo vera af heræfingu í Bandaríkjunum. Þegar upp komst um fréttafölsum ABC neyddist sjónvarpsstöðin að biðja áhorfendur afsökunnar og birtu frétt þess efnis í öllum fréttatímum gærdagsins.

Hlusta má á símatímann hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila