Evrópuþingið lýsir yfir neyðarástandi í loftslagsmálum

Höfuðstöðvar Evrópuþingsins

Með 429 atkvæðum gegn 225 samþykkti ESB-þingið í Strasbourg í morgun að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Tillagan var borin fram af vinstrimönnum, græningjum, sósíaldemókrötum og frjálslyndum. 


Jytte Guteland, þingkona sænskra sósíaldemókrata, tístir af ánægju eftir samþykktina:

 ”Við höfum samþykkt ályktunina sem ég og félagar mínir sömdum um að ESB-þingið lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta er afar mikilvægt fyrir heimsfundinn í loftslagsmálum í Madríd! Ég er í sjöunda himni að okkur tókst þetta!” 


Fredrik Federley hjá Miðhópnum segir að núna geti ESB einbeitt sér að loftslagsmálum

 ”með harðari loftslagsmarkmiðum 2030, afnámi styrkja til jarðefnaeldsneytis og áherslu á græn umskipti eftir því sem efnahagur leyfir”.


Á mánudag hefst loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna í Madríd og neyðarástandstalsmenn ESB hyggjast þrýsta á Kína og Bandaríkin en Bandaríkjamenn hafa nýlega sagt skilið við Parísarsamkomulagið. 


Stuðningsmenn samþykktarinnar lýsa yfir gremju með að ekki náðist fullkomin eining í ESB-þinginu m.a. um að setja fram kröfur um beinar aðgerðir. En hamingjan var engu að síður mikil með að nú verður ESB enn mikilvægara í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi.


Orðið neyðarástand á þýsku NOTSTAND – er tilfinningum hlaðið í Þýskalandi, þar sem lög um neyðarástand í Weimarlýðveldinu gerði Adolf Hitler kleyft að komast til valda. Reinhard Butikofer fulltrúi Græningja segir að

 ”neyðarástand hljómar illa. Í Þýskalandi óttast fólk að það þýði að ríkisstjórnin fái þá of mikil völd.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila