Evrópuþingið greiðir atkvæði um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum í næstu viku

Sænska útvarpið SR Ekot greinir frá því að Evrópuþingið muni greiða atkvæði í næstu viku að lýsa yfir neyðarástandi í loftslags- og umhverfismálum.

Héruð og borgir í meira en 20 löndum hafa áður lýst yfir „loftslagsneyðarástandi“ til að stöðva svo kallaðar loftslagsbreytingar. Núna gæti ESB lýst yfir slíku ástandi í öllum ríkjum Evrópusambandsins. Atkvæðisgreiðsla fer fram á Evrópuþinginu í næstu viku.

Tillagan verður lögð fram áður en loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP 25 fer fram í Madríd 2. – 13. desember n.k. og áður en nýja framkvæmdastjórn ESB tekur við en hún hefur lofað að taka „loftslagsmálin“ mjög alvarlega.

Margir flokkshópar á þinginu eru sagðir styðja hugmynd um “loftslagsneyðarástand” m.a. hópurinn Renew Europe. Sænski Miðflokkurinn og Sósíaldemókratar standa að baki hugmyndinni.

Jytte Guteland segir að heimurinn þurfi loftslagspólitík sem er æðri öllum stjórnmálum

Jytte Guteland Evrópuþingmaður sænskra Sósíaldemókrata segir í viðtali við sænska útvarpið

þetta er hugsað eins og vekjaraklukka, svo það þýðir að allt stjórnmálakerfið verður sett í viðbragðsstöðu. Að allar ákvarðanir verða teknar út frá loftslagsvánni, við þurfum að fá loftslagspólitík sem er æðri öllum öðrum stjórnmálum. Allt kerfið verður að fara í þessa einu átt. Það er afstaða mín með því að hafa frumkvæði með að lýsa yfir loftslagsneyðarástandi“ segir Jytte.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila