Auðmenn og bílarisar standa að baki bátsferð Gretu Thunberg til Bandaríkjanna

Hér má sjá skútuna sem Greta Thunberg ætlar að ferðast með í ferð sinni til Bandaríkjanna, Sjá má meðal annars merki bílarisans BMW á skútunni

Fyrirhuguð ferð Gretu Thunberg sem hefur verið tákngerfingur fyrir þá sem aðhyllast baráttu gegn loftslagsbreytingum er kostuð af auðmönnum, meðal annars konungsfjölskyldunni í Mónakó, en báturinn sem Greta hyggst nota til ferðarinnar er í eigu konungsfjölskyldunnar.

Þá vekur athygli að ferðin er styrkt af ýmsum aðilum, meðal annars af bílarisanum BMW og LVMH samsteypunni. Aðalstyrktaraðilinn er  seglskútuklúbbur Monaco sem stofnaður var af eiginmanni Grace Kellys, prins Rainer III af Monakkó.

Þá er Svissneska bankasamsteypan EFG sem sér um fjárfestingar ríks fólks og hefur útibú í fjölmörgum skattaparadísum og á ”svarta lista” ESB er einn stóru styrktaraðila ferðar Gretu.

Fjölmargir franskir fjölmiðlar hafa haft uppi gagnrýni á Gretu vegna ferðarinnar og þessara tenginga við auðmenn og bílarisa en Greta vísar allri gagnrýni á bug með þeim orðum að engin vörumerki verði sjáanleg á skútunni á ferð hennar til Bandaríkjanna. Fjallað hefur verið um málið í erlendum miðlum. Sjá hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila