Loftslagsumræðan líkust trúarbrögðum

Talsverð líkindi eru með umræðunni um loftslagsmál og umræðunni um trúmál, sem eins og umræður um loftslagsmál geta orðið ansi heitar og upphrópanir án raka verða oft mest áberandi þegar þessi málefni eru rædd.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi var Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar en hann ræddi meðal annars um líkindi umræðunnar um trúarbrögð og loftslagsmál, en óhætt er að segja að þau líkindi eru talsverð.

Eins og kunnugt er eru heimsendaspár afar algengar meðal umdeildra sértrúarhópa og þrátt fyrir þær spár hefur eins og dæmin hafa sannað enginn heimsendir komið enn.

Í þættinum var spilaður hluti úr ræðu John Kerry fyrrverandi utaníkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi loftslagssendiherra þar sem hann setti fram ákveðna heimsendaspá árið 2009, en Kerry spáði því að jörðin yrði íslaus innan fimm ára, sem sé á árinu 2014, en núna árið 2021 standa jöklar heimsins enn.

Þá var bent á annað dæmi en nýlega var málað málverk af Gretu Thunberg sem hefur verið eins konar andlit og leiðtogi loftslagssinna út á við en málverkinu var komið fyrir í kirkju og verkinu svipar mjög til þeirra verka sem gerðar hafa verið af dýrlingum.

Barátta loftslagssinn hefur þó ekki þótt sérlega trúverðug þegar til kastana kemur og er skemmst frá því að nefna að þegar loftsagsráðstefnur eru haldnar hafa þjóðarleiðtogar og forsvarsmenn baráttunnar komið til fundana á einkaþotum sem eins og kunnugt er brenna gífurlegu eldsneyti með tilheyrandi mengun.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila