Lög ESB brjóta gegn stjórnarskrá Póllands

Ursula von der Leyen t.v. telur ESB æðsta ákvörðunarvald um örlög fólks í aðildarríkjunum. Ofríkisvald Brussel og deilur við aðildarríkin minna á deilur fyrrum Ráðstjórnarríkja Sovétríkjanna við t.d. aðila Varsjárbandalagsins enda tóku Þýskaland og Frakkland upp kommúnistafrakkann, þegar Sovétríkin fóru úr honum. T.h. skjaldarmerki Póllands (skorin mynd).

Stjórnarskrá Póllands æðri lögum ESB

Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu líkt og Þýskaland, að stjórnarskrá eigin lands er æðri lagasetningum Evrópusambandsins. Þetta er sjálfsögð grundvallarregla fullvalda ríkja, að kjósendur/meðborgarar hvers lands ákveði örlög sín sjálfir í stað erlends alþjóðlegs yfirvalds. Að auki telja Pólverjar, að ESB fari út fyrir valdsvið sitt með stjórnmálakröfum til aðildarríkjanna.

Kveinstafir búrókrata í Brussel heyrast í öllum heiminum

Þetta mat æðsta stig dómsvaldsins í Póllandi hefur tekið Brussel hirðina hart og óma kveinstafirnir frá Brussel langt út fyrir landamæri Belgíu. Hrópa menn í bræðiskasti, að ESB sé víst æðra sett en léleg aðildarríkin og að lög ESB gildi fyrir öll aðildarríkin, sem eigi ekkert fullveldi og mega ekki einu sinni dirfast að hafa með sér örfána eigin lands í sali ESB-þingsins, þar sem slíkt sé stórhættuleg atlaga gegn hinum eina sanna ofurfána Evrópu, nefnilega ESB fánanum. Það eru margir fánar í ESB en aðeins einn, sem ræður yfir öllum hinum.

ESB stundar fjárkúgun gegn „óþægum” aðildarríkjum

Framkvæmdastjórnin segir að útspil Póllands vekji „alvarlegar áhyggjur” og geti þýtt, að Póllandi verða dæmdar risafjárhæðir í sektir fyrir vantrú sína að neita að beygja sig fyrir Brussel. ESB heldur inni löglegum fjárgreiðslum til Póllands og er í fjárkúgunarleik bæði við Pólland og Ungverjaland, vegna þess að stjórnmálamenn þessarra landa vinna í þágu landsmanna sinna. Hótar framkvæmdastjórnin að „grípa til allra verkfæra sem tök er á” til að tryggja lög ESB í Póllandi.

Sænski sósíaldemókratinn Hans Dahlgren. sem er ESB-ráðherra Svíþjóðar, segir í viðtali við SVT, að „allir verða að fara eftir sömu leikreglum, það er ekki hægt að velja, hvaða ákvörðunum á að fylgja og hverjum ekki.” Segir ráðherrann, að Pólland virði ekki ákvarðanir ESB-dómstólsins.

Pólland hafnar kvótaflóttafólki frá ESB

Það á mögulega sinn hlut í reiði Brussel, að ekkert gengur að beygja Pólland og Ungverjaland til hlýðni við stefnu sambandsins í málefnum flóttamanna en ESB heldur áfram að skipta flóttafólki eftir eigin kvótum yfir á aðildarríkin. Pólski sendiherrann í Róm, Anna Maria Anders segir í viðtali við ítalska Il Giornale, að ríkisstjórnin í Varsjá leyfi einungis flóttafólki að koma til Póllands, sem geti tekið til sín mál og menningarhefðir Pólverja. „Evrópusambandið vill dreifa flóttafólki en við munum ekki breyta afstöðu okkar. Varsjá gerir þegar mjög mikið. Það eru tvær milljónir Úkraínumanna í Póllandi og margir flúið frá svæðum stríðsátakanna. Þeir aðlagst vel, deila að hluta til máli okkar, hefðum og menningu.” Sendiherrann vék síðan að þýðingu kristni fyrir Pólland: „Hlutverk kristninnar er að vera kíttið, sem heldur Póllandi saman. Það verður að virða það.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila