Lög gegn hryðjuverkamönnum eftir árásina 9. september 2001 notuð til að banna hægri mönnum að fljúga í Bandaríkjunum

Lokað var á Youtube rás Nick Fuentes og s.l. þriðjudag komst hann að því, að nafn hans hefur verið sett á bannlista flugyfirvalda yfir grunaða hryðjuverkamenn eins og þá sem rændu flugvélum til árásarinnar 9. september 2001.

Bandaríski hægri maðurinn Nick Fuentes fær ekki lengur að fljúga í Bandaríkjunum skrifar hann á Twitter. Nick Fuentes er í forystu s.k. groyperhreyfingar í Bandaríkjunum sem er hægri hreyfing með andóf gegn stjórnvöldum. Hann var á leiðinni til Florída til að taka þátt í blaðamannafundi og segja frá ritskoðun netrisanna og heftun málfrelsis, þegar honum var meinað að fljúga vegna þess að nafn hans var komið á bannlista yfirvalda s.k. No-Fly lista yfir grunaða hryðjuverkamenn. Þessi listi varð til eftir árásir öfga íslamista 9. september 2001 á tvíburaturnana í New York og Pentagon. Var listanum ætlað að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæmust um borð í bandarískar flugvélar til að ræna og tortíma þeim.

Þegar Fuentes ætlaði að fara um borð í flugvélina á O´Hare flugvellinum í Chicago s.l. þriðjudag, þá var hann stöðvaður við innritun og fékk ekki leyfi til að fara í flugið. Fuentes bókaði þá flug með öðru flugfélagi sem neitaði einnig að skrá hann í flugið. Starfsmenn flugvallarins höfðu samband við yfirvöld flugöryggismála TSA og fengu skipun um að banna Fuentes í öll flug, þar sem nafn hans væri á No-Fly lista yfirvalda.

No-Fly listinn gegn íslömskum hryðjuverkamönnum er núna notaður til að banna fólki með íhaldssamar skoðanir eins og þeim sem tóku þátt í útifundi Donald Trumps í Washington 6. janúar s.l. Nick Fuentes var með á útifundinum en tók ekki þátt í árásinni á þinghúsið.

Margir þekktir íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Nick Fuentes eftir flugbannið en Fuentes er af sumum fjölmiðlum ásakaður um að vera rasisti og gegn Gyðingum og annað í svipuðum dúr.

Tucker Carlsson hjá Fox News fordæmir, að flugbann sé sett á fólk vegna stjórnmálaskoðana þeirra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila